Skref 1.
Við munum án kostnaðar aðstoða þig við að greina þau skilyrði sem sérfræðingurinn þarf að uppfylla.
Skref 2.
Þú færð tillögu um þrjá eða fleiri sérfræðinga til að velja út. Þegar hinn fullkomni sérfræðingur hefur verið valinn getur
vinnan hafist!
Skref 3.
Ef sérfræðingurinn reynist ekki sá rétti í verkið, eða passar ekki inn í teymið, er ávallt hægt að bakka út úr samstarfinu. Eingöngu er greitt fyrir þær klukkustundir sem unnar hafa verið. Þannig tryggir Hoobla að áhættan er engin fyrir þig.
Skortur á sérþekkingu og kostnaður við ráðningasamband gerir Hoobla að hagkvæmum og skilvirkum kosti á óvissutímum. Hoobla býður eingöngu upp á mjög reynslumikla sérfræðinga sem hafa reynslu á flestum mörkuðum og starfssviðum. Sérfræðingar geta unnið í tímavinnu, starfshlutfalli allt niður í 5% eða fyrir ákveðna upphæð fyrir skilgreint verkefni.