YFIR 400 SÉRFRÆÐINGAR MEÐ HOOBLA

STARFSSVIÐ

HELSTU ÞJÓNUSTUFLOKKAR:

 1. Mannauðsmál
 2. Gæðamál
 3. Fjármál
 4. Sjórnun
 5. Sölu- og markaðsmál
 6. Upplýsingatækni og stafræn þróun

Innan þessara flokka má svo m.a. tala um:

 • Ráðgjöf
 • Verkefnastjórnun
 • Breytingastjórnun
 • Stefnumótun
 • Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbæra þróun
 • Samningagerð
 • Nýsköpun
 • Stjórnarhættir og val stjórnarmanna
 • Viðskiptaþróun
 • Vöruþróun
 • Hönnun
 • Þróun
 • Rekstur og bókhald
 • Stjórnenda- og markþjálfun
 • Agile og Lean
 • Lögfræðiráðgjöf
 • Hugbúnaðargerð
 • Sáttarmiðlun
 • Fyrirlestrar og vinnustofur
 • o.fl.

GOTT FYRIR LÍTIL OG MILLISTÓR FYRIRTÆKI

Valmöguleiki að ráða inn í lægra starfshlutfall eða tímabundið!

Fyrirtæki þurfa ekki alltaf stjórnendur og sérfræðinga í 100% starfshlutfall! Sem dæmi mætti tala um fyrirtæki sem hefur þörf á að hafa fjármálastjóra, markaðsstjóra, gæðastjóra eða mannauðsstjóra af faglegum ástæðum, bara ekki í 100% starfshlutfalli. Með Hoobla getur fyrirtæki valið þá sérfræðinga sem vantar í minna starfshlutfalli, eða yfir ákveðin tímabil ársins. Ef reksturinn stendur ekki undir mismunandi starfsviðum í fullu eða hálfu starfi getur Hoobla því aðstoðað við að finna og setja saman hóp af sérfræðingum sem saman mynda eitt starf en gefa fjölbreytta sérfræðiþekkingu sem ekki væri kostur á nema ráða inn marga ólíka einstaklinga.

Giggari getur aðstoðað fyrirtæki eða stofnun:

 • Í afmörkuðu og tímasettu verkefni
 • Í ákveðnu starfshlutfalli í ákveðin tíma, allt frá 5% í 100%
 • Á ákveðnum tímataxa og sinnir þörfum viðskiptavinar eftir óskum

SVAR VIÐ SÉRFRÆÐINGASKORTI

Á Íslandi er mikill skortur á sérfræðingum sem hefur áhrif á rekstur og hamlar framþróun og vöxt. Á sífellt kvikari markaði verður þörf fyrirtækja og stofnanna fyrir ólíka sérfræðiþekkingu í tímabundin verkefni algengari. Verkefni sem ekki væri skynsamt að ráða starfsmann í því þörfin er tímabundin og að verkefni loknu verður etv. til ný þörf fyrir aðra sérfræðiþekkingu. 

HOOBLA TRYGGIR GÆÐIN

Hoobla tekur ekki við umsóknum frá nýjum giggurum heldur sækir þá hæfustu.
Miklar kröfur eru gerðar til giggara sem starfa með Hoobla hvað varðar sérfræðiþekkingu, reynslu. samskiptahæfileika og orðspor.

Ferlið við inntöku giggara:

 1. Starfsferill og orðspor giggarans er skoðað
 2. Mannauðsráðgjafi Hoobla tekur viðtal við giggarann og metur giggarann
 3. Eftir að verkefnum er lokið eru sótt meðmæli / stjörnugjöf frá viðskiptavinum

Sérfræðingar Hoobla eru alltaf á reynslutíma:

Ef viðskiptavinur er ekki ánægður með sérfræðinginn eftir að samstarf er hafið þá má ávallt bakka úr samstarfinu og þá er eingöngu greitt fyrir þær klukkustundir sem unnar hafa verið. Hoobla býðst til að aðstoða viðskiptavini sína við að finna nýjan sérfræðing í kjölfarið.

Í dag veitir Hoobla aðgang að yfir 400 sérfræðingum, þ.m.t. stórt og stækkandi net af sérfræðingum sem eru núþegar í störfum en eru opnir fyrir að taka að sér tímabundin aukaverkefni. Jafnframt fjölmörgum Íslendingum sem eru búsettir erlendis og opnir fyrir að taka að sér verkefni öðru hvoru.

GIGGARAR

Fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga, giggara, í heiminum er að aukast mikið en á sama tíma er mikil aukning í fjölda fyrirtækja og stofnanna sem kýs að nýta sér þjónustu giggara til að auka kraft eða skapa samkeppnisforskot.

Nú að loknu Covid eru fjölmiðlar fullir af fréttum af stóru uppsögninni.  Aldrei hafa jafn margir starfsmenn yfirgefið störfin sín og tekið ákvörðun um öðruvísi lífsstíl.  Hluti ef þessum einstaklingum hefur ákveðið að verða sjálfstætt starfandi. Þeir hafa kosið að taka að sér afmörkuð og tímasett verkefni eða störf í lágu starfshlutfalli hvort sem er í staðarvinnu eða fjarvinnu (e.GIG-Work / Cloud-Work). 

Hoobla veitir aðgang að yfir 400 sérfræðingum, giggurum, sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að hámarka sérfræðiþekkingu við úrlausn verkefna hverju sinni. Þjónusta Hoobla getur jafnframt lágmarkað kostnað, aukið sveigjanleika og hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að fá nýjar hugmyndir og viðhorf inn í menningu vinnustaðarins.