Ýtrustu varkárni gætt

Hoobla ehf. (hér eftir nefnt Hoobla) gætir ýtrustu varkárni varðandi meðferð persónuupplýsinga. Persónuverndarstefna fyrirtækisins tekur til allra persónuupplýsinga, hvort sem þeirra er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum hætti og á við um skráningu, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Hoobla, www.hoobla.is.

Kommentakerfi á heimasíðu Hoobla!

Þegar þú skilur eftir komment á heimasíðu okkar þá söfnum við upplýsingum sem koma fram í skilaboðunum ásamt IP tölu og hvaða vefslóð kommentin koma frá til að koma í veg fyrir ruslpóst (IP tala og vefslóð er gerð ópersónugreinanleg með þjónustu frá Gravatar. Persónuverndarstefna Gravatar má sjá hér: https://automattic.com/privacy/). Eftir að þú hefur samþykkt skilaboðin er prófílmyndin af þér sýnileg fyrir almenning í tengslum við kommentið.

Komment frá gestum síðunnar geta verið send í gegnum sjálfvirka ruslpóstsvarnarþjónstu.

Miðillinn og myndir

Ef þú hleður upp myndum á vefsíðuna skaltu forðast að nota myndir með ívöfðum (e. embedded) staðsetningagögnum (e. location data, EXIF GPS). Gestir síðunnar geta hlaðið niður staðsetningagögnum frá öllum myndum sem settar eru á vefsíðuna.

Fótspor (e. cookies)

Ef þú skilur eftir komment á vefsíðu okkar vistum við nafn þitt, tölvupóstfang og vefsíðu sem fótspor. Þetta er gert til þæginda fyrir þig svo þú þurfir ekki að skrá inn upplýsingar um þig aftur síðar. Þessar upplýsingar eru vistaðar í 1 ár.

Þegar þú skráir þig inn, eru nokkur fótspor notuð til að vista innskráningarupplýsingar þínar og það skjámyndaval (e. screen display choices) sem þú velur. Þessi fótspor endast í tvo daga og skjámyndavalið endist í 1 ár. Ef þú velur „Remember Me“ man tölvan þín innskráningaupplýsingar þínar í tvær vikur. Ef þú skráir þig út af þínum aðgangi eru innskráningafótspor samtímis fjarlægð af aðgangi þínum.

Ef þú skráir þig inn á síðuna þá setjum við inn tímabundið fótspor til að sjá hvort vefvafrarinn þinn samþykki fótsporið. Þetta fótspor safnar engum persónulegum upplýsingum og loka sér sjálfkrafa þegar þú lokar vafranum.

Ef þú lagar eða útgefur grein bætist við viðbótar fótspor sem er vistað í þínum vafra. Þetta fótspor safnar engum persónulegum gögnum heldur skoðar skjalið sem þú breyttir eða settir inn. Þetta fótspor rennur út eftir 1 dag.

Ef þú vilt endurstilla lykilorðið þitt, þá mun IP slóðin þín fylgja með í endurstillingartölvupóstinum.

Ívafið efni frá öðrum vefslóðum

Greinar og efni á þessari síðu geta innihaldið ívafið efni (myndbönd, myndir, greinar o.s.frv.) af öðrum vefsíðum. Ívafið efni frá öðrum vefsíðum hagar sér á nákvæmlega sama hátt og ef gestur þessarar síðu hafi heimsótt upprunalegu vefsíðuna.

Þessar vefsíður geta safnar upplýsingum um þig, notað fótspor, verið með ívafða söfnun frá þriðja aðila og fylgst með hvernig þú umgengst það efni, m.a. með því að rekja hvernig þú notar ívafið efni.

Með hverjum deilum við upplýsingum frá þér?

Hoobla selur í engum kringumstæðum persónuupplýsingar til þriðja aðila. Hoobla deilir eingöngu efni til þriðja aðila þar sem slíkt er skylt skv. lögum eða ef um er að ræða þjónustuveitanda, umboðsmann eða verktaka, t.d. aðili sem er ráðinn til að sjá um upplýsinga- eða símkerfi. Teljist viðkomandi vinnsluaðili (þar sem hann vinnur með persónugreinanlegar upplýsingar) gerir Hoobla vinnslusamning við viðkomandi um þá vinnslu.

Persónuverndarstefna Hoobla nær ekki til vinnslu þriðja aðila, t.d. Facebook, Google, Apple og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þeirra er við á, þ.á.m. vefhýsingaraðila sem geta vísað á Hoobla.

Hversu lengi geymir Hoobla gögn?

Geymslutími persónugreinanlegra upplýsinga er mismunandi eftir eðli upplýsinganna. Lagt er áherslu á að geyma ekki upplýsingar lengur en nauðsynlegt er, nema lögmæt ástæða er til geymslu upplýsinganna.

Ef þú skrifað pistil á heimasíðu Hoobla, skilur eftir komment eða skilur eftir skilaboð, munu skilaboðin og upplýsingarnar sem þeim fylgja vera á síðunni til frambúðar. Þetta er gert til að hægt sé að samþykkja sjálfkrafa svör við viðkomandi kommenti.

Þær persónulegu upplýsingar sem notendur síðunnar setja á sinn persónulega prófíl eru vistaðar í þeirra prófíl. Allir notendur geta séð, breytt og eytt sínum persónulegum upplýsingum hvenær sem er (nema þeir geta ekki breytt notendanafni sínu). Stjórnendur vefsíðunnar geta einnig séð og breytt upplýsingum á síðunni.

Póstlisti

Hoobla safnar nöfnum og tölvupóstföngum til að geta sent upplýsingar og fréttir úr starfsemi Hoobla og eru þær upplýsingar vistaðar með samþykki þeirra sem skrá sig á póstlistann. Ávallt er hægt að afskrá sig af listanum með því að senda tölvupóst á hallo@hoobla.is.

Réttindi þín yfir gögnum þínum á heimasíðu Hoobla

Ef þú ert með prófíl á þessari vefsíðu, eða hefur skilið eftir komment, þá getur þú óskað eftir að fá yfirlit yfir þau gögn sem innihalda persónugreinanlegar upplýsingar um þig frá okkur og getur jafnframt óskað eftir með skriflegum hætti að við eyðum öllum persónugreinanlegum gögnum sem við geymum um þig. Þetta á ekki við um gögn sem fyrirtækinu er skylt að halda skrá um vegna öryggisástæðna eða lagalegrar skyldu.

Markaðsrannsóknir

Leitast er við að safna eingöngu gögnum sem nauðsynlegar eru til að bæta þjónustu Hoobla við viðskiptavini sína. Það er stefna Hoobla að safna ekki upplýsingum sem geta flokkast sem viðkvæmar upplýsingar eða upplýsingum frá einstaklingum yngri en 18 ára.

Persónugreinanlegt efni tengt markaðsrannsóknum er geymt meðan á vinnslu rannsóknarinnar stendur, en er eytt að vinnslu lokinni.

Eftir að vinnslu rannsóknarinnar er lokið eru eingöngu tölfræðilegar niðurstöður og svör við efnislegum spurningum geymd, þar sem þær upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar.

Lagalegur grundvöllur fyrir söfnun upplýsinga

Hoobla safnar persónuupplýsingum á eftirfarandi heimildum:

  • Til að uppfylla samningsskyldu
  • Á grundvelli veitts samþykkis
  • Til að vernda lögmæta hagsmuni fyrirtækisins
  • Til að uppfylla lagaskyldu

Lögmætir hagsmunir fela í sér aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að stýra markaðsstarfi og viðskiptum í gegnum þjónustu Hoobla og fela í sér nauðsyn til að safna og vinna persónuupplýsingar, s.s. að uppfylla tilgang starfseminnar samkvæmt samþykktum þess, að sinna viðskiptasambandi við viðskiptavini, að hafa skipulag á framkvæmd starfseminnar, veitingu aðgangs að upplýsingakerfum félagsins, fylgni við innri og ytri reglur, meðhöndlun beiðna, pantana, kvartana og krafna frá þriðja aðila.

Aðgengi mitt að persónugreinanlegum gögnum

Öllum beiðnum um aðgengi að eigin upplýsingum, krafa um leiðréttingu eða eyðingu persónugreinanlegra upplýsinga skal beint á hallo@hoobla.is.
Starfsmaður Hoobla mun svara beiðninni innan 5 virkra daga.

Endurskoðun persónuverndarstefnunnar

Persónuverndarstefna Hoobla er endurkoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni þykir til. Síðast var stefnan uppfærð 30.1.2022.