Markmið Hoobla er að verða leiðandi netvangur (e. platform) á Íslandi fyrir sérfræðinga, giggara. Hoobla er netvangur sem styður við og hjálpar sérfræðingum að finna verkefni og fyrirtækjum og stofnunum að að fá réttu sérfræðingana til að hámarka árangur.

Hoobla var stofnað 17. júní 2021 af Hörpu Magnúsdóttur. Það þótti við hæfi að stofna fyrirtækið á deginum sem Íslendingar fagna sjálfstæði því Hoobla veitir sjálfstætt starfandi giggurum verkefni með því að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að kaupa af þeim þjónustu.

Harpa er framkvæmdastjóri Hoobla. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún starfaði um árabil á því sviði hjá ORF Líftækni og BIOEFFECT og hefur veitt fjölmörgum fyrirtækjum mannauðsþjónustu og ráðgjöf.

Í apríl 2022 varð Akademias helmings hluthafi í Hoobla og í framhaldi voru vörumerkin tengd saman. Í dag er Hoobla systir Akademias sem veitir viðskiptavinum aðgang að yfir 400 framúrskarandi sérfræðingum sem taka að sér tímabundin verkefni.

Hoobla og Akademias deila skrifstofu í Borgartúni 23, 2. hæð en kennarar Akademias eru sumir giggarar hjá Hoobla og öfugt. Akademias þjónustar marga tugi íslenskra fyrirtækja og stofnanna með innri fræðslu og útskrifar yfir 1000 nemendur á ári. Hoobla gerir því sérfræðingum á sínum vegum kleift að taka að sér fræðslu- og kennsluverkefni fyrir Akademias.

Eigendur Hoobla frá 1. apríl 2022

Frá vinstri: Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Ingvar Bjarnason, Pálmi Þór Kristinsson, Harpa Magnúsdóttir, Eyþór Jónsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson